Að Sumri
Allt þar féll í ljúfa löð,
landið friðsælt, gjöful tröð.
Bændur, hjú og börnin glöð.
Beið ein þar snót og þagði.
Friður geymdi fold og menn,
fimm ár liðu, nokkur enn.
Land undir fót þá lagði.
Land undir fót þá lagði.
Enginn sína ævi veit.
Áði hún í Mývatnssveit,
áfram yfir landið leit:
"Lengra ég þarf að halda!"
Ung hún steig á Austurland,
eygði skóg og svartan sand.
"Illt skal með góðu gjalda,
illt skal með góðu gjalda."
Sjónarspil við dalsins dyr,
dimmu kljúfa sólstafir.
"Heitböndin munu halda."
Sitthvað slæmt í lofti lá,
lamdi brimið klettatá.
"Illt skal með góðu gjalda
ef fjendur af Gerpinum sjást.
Goðin þeim hjálpi sem finnast og nást."
Enga gísla!
Enga gísla!
"Móti skal tekið af mikilli heift,
mótherjum bannað sem vinum er leyft."
Þórunn gaf austrinu bein sín og blóð,
beið þess að fylgja í vættanna slóð.
Færum þeim þakkir sem fórnuðu sér,
fóru gegn ógnar- og óvinaher.
Fuglarnir syngja og fljótið er tært,
fjögur að nóttu og sólin skín skært.
Engin er hindrun og allt virðist fært,
ekkert fékk Þórunni bugað.
Lækurinn gljáfrar er líður hann hjá,
landið er allt ósköp fallegt að sjá.
Barnið því gleymdi sem bjátaði á,
bara að það hefði dugað.
Sumarið kveikir í bróstunum bál,
brosir og fagnar hver einasta sál.
Mundu að tileinka mönnunum skál,
mikið við öll höfum þolað.
Miðnætursólin er miðpunktur alls,
móarnir loga frá ströndu til fjalls.
Kveiknaði ást milli hennar og hals,
henni fékk ekkert út skolað.
landið friðsælt, gjöful tröð.
Bændur, hjú og börnin glöð.
Beið ein þar snót og þagði.
Friður geymdi fold og menn,
fimm ár liðu, nokkur enn.
Land undir fót þá lagði.
Land undir fót þá lagði.
Enginn sína ævi veit.
Áði hún í Mývatnssveit,
áfram yfir landið leit:
"Lengra ég þarf að halda!"
Ung hún steig á Austurland,
eygði skóg og svartan sand.
"Illt skal með góðu gjalda,
illt skal með góðu gjalda."
Sjónarspil við dalsins dyr,
dimmu kljúfa sólstafir.
"Heitböndin munu halda."
Sitthvað slæmt í lofti lá,
lamdi brimið klettatá.
"Illt skal með góðu gjalda
ef fjendur af Gerpinum sjást.
Goðin þeim hjálpi sem finnast og nást."
Enga gísla!
Enga gísla!
"Móti skal tekið af mikilli heift,
mótherjum bannað sem vinum er leyft."
Þórunn gaf austrinu bein sín og blóð,
beið þess að fylgja í vættanna slóð.
Færum þeim þakkir sem fórnuðu sér,
fóru gegn ógnar- og óvinaher.
Fuglarnir syngja og fljótið er tært,
fjögur að nóttu og sólin skín skært.
Engin er hindrun og allt virðist fært,
ekkert fékk Þórunni bugað.
Lækurinn gljáfrar er líður hann hjá,
landið er allt ósköp fallegt að sjá.
Barnið því gleymdi sem bjátaði á,
bara að það hefði dugað.
Sumarið kveikir í bróstunum bál,
brosir og fagnar hver einasta sál.
Mundu að tileinka mönnunum skál,
mikið við öll höfum þolað.
Miðnætursólin er miðpunktur alls,
móarnir loga frá ströndu til fjalls.
Kveiknaði ást milli hennar og hals,
henni fékk ekkert út skolað.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.