Að Vetri
Vargsgól, vetrarsól,
Vesturland í kringum jól.
Kolsvart, hjarnið hart,
himinhvolfið lýsir okkur stjörnubjart.
Köld lönd, klakabönd,
klífur fjallið loppin hönd.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Við hnjúk, vaðmálsdúk
vefur að sér, dulan mjúk,
hlýtt skinn, hlífir kinn.
Hamast við að komast yfir fjallgarðinn.
Átak, bogið bak,
býr sig undir vopnaskak.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Gengur yfir gamalt hraun.
Gista skúta þar á laun,
þeirra mikil þrek- er raun,
útilegumann.
Horfa eftir henni burt,
héla frystir visna jurt.
Eftir henni aldrei spurt.
Það snjóar, það snjóar.
Snjóar óðum á snjáðan veg,
snögg er Þórunn og vörpuleg.
Snjóar, hvernig sem snýrðu þér,
snarlega yfir fljótið fer.
Snjóar nú yfir sneiðinginn,
sneisafullur er dalurinn.
Snjóar, þótt komi snemma vor,
snörla vitin og vella hor.
Snjóar ákaft á Snæfellsnes,
snarpur vindur um andlit blés.
Snjóar, þar sem við snertum Hel,
snjakahvítt hennar hugarþel.
Snjóar og hvergi snarkar glóð,
snauðir deyja er frystir blóð.
Gömul kona, grá og hokin,
gengur ein í kafaldsbyl.
Hárið sýlt og hettan fokin,
hún kom niður Stekkjargil.
Gengur sér til gagns og hita
gamlir fætur virðast strita.
Ferðir hennar fæstir vita.
Það snjóar!
Hennar siður, Friggjarfriður,
fótaskriður rennir niður.
Brakar viður, stafur styður.
Stíginn ryður, gæfusmiður.
Þórunn biður Lofn um lið.
Vesturland í kringum jól.
Kolsvart, hjarnið hart,
himinhvolfið lýsir okkur stjörnubjart.
Köld lönd, klakabönd,
klífur fjallið loppin hönd.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Við hnjúk, vaðmálsdúk
vefur að sér, dulan mjúk,
hlýtt skinn, hlífir kinn.
Hamast við að komast yfir fjallgarðinn.
Átak, bogið bak,
býr sig undir vopnaskak.
Snöggt hlær snarpur blær.
Það snjóar, það snjóar, það snjóar.
Gengur yfir gamalt hraun.
Gista skúta þar á laun,
þeirra mikil þrek- er raun,
útilegumann.
Horfa eftir henni burt,
héla frystir visna jurt.
Eftir henni aldrei spurt.
Það snjóar, það snjóar.
Snjóar óðum á snjáðan veg,
snögg er Þórunn og vörpuleg.
Snjóar, hvernig sem snýrðu þér,
snarlega yfir fljótið fer.
Snjóar nú yfir sneiðinginn,
sneisafullur er dalurinn.
Snjóar, þótt komi snemma vor,
snörla vitin og vella hor.
Snjóar ákaft á Snæfellsnes,
snarpur vindur um andlit blés.
Snjóar, þar sem við snertum Hel,
snjakahvítt hennar hugarþel.
Snjóar og hvergi snarkar glóð,
snauðir deyja er frystir blóð.
Gömul kona, grá og hokin,
gengur ein í kafaldsbyl.
Hárið sýlt og hettan fokin,
hún kom niður Stekkjargil.
Gengur sér til gagns og hita
gamlir fætur virðast strita.
Ferðir hennar fæstir vita.
Það snjóar!
Hennar siður, Friggjarfriður,
fótaskriður rennir niður.
Brakar viður, stafur styður.
Stíginn ryður, gæfusmiður.
Þórunn biður Lofn um lið.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.