Ég lifi í draumi

Ég lifi í draumi, dregi hvergi mörkin
dags og nætur, sveiflast aðeins ósjálfrátt.
Í hægum gangi, á fullt í fangi
með að finna það sem oftast reynist öfug átt.

Það er líkt og ég sé laus úr öllum viðjum,
lentur hringsólandi á vegi miðjum.
Ég lifi í draumi, dreg hvergi mörkin
dags og nætur, sveiflast aðeins ósjálfrátt.

Ég lifi í tómi, tek engan þátt í
trylltum dansi fólksins allt í kringum mig.
Aleinn á randi, veit að minn vandi
er að vera þar sem enginn getur áttað sig.

Það er líkt og ég sé lagstur út í bili,
leitandi að bát á réttum kili.
Ég lifi í tómi, tek engan þátt í
trylltum dansi fólksins allt í kringum mig.

Ég lifi í veröld, veit ekki hvaðan
vindar þjóta, en þeir fara framhjá mér.
Einskonar fangi á víðavangi
eða varnalaus gegn því sem er á meðan er.

Það er líkt og ég sé lamaður af ótta,
líf mitt rennur burt á hröðum flótta.
Ég lifi í veröld, veit ekki hvaðan
vindar þjóta, en þeir fara framhjá mér.



Credits
Writer(s): Adalsteinn Asberg Sigurdsson, Eyjolfur Kristjansson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link