Niflheimur
Sem vetur konungur í klakahelli,
út liðast Níðhöggur á Nábítsvelli.
Hrímþursar fylgja með á svörtu svelli.
Blikandi norðurljós á Niflheimsþaki,
þrúgandi þögnin heldur traustataki.
Já, hér er ekkert nema kyrrð og klaki.
Þennan stað hýsir þjáningin,
þursarnir vísast kaldir.
Heimurinn frýs við himininn,
hér sefur ís um aldir.
Þursarnir væla meðan vindar gnauða
og rokið skilur eftir skika auða.
Ísinn er sprunginn og hann spúir dauða.
Sofðu. Sofðu.
Í lofti þokkafullar þokuslæður.
Hér er það ísinn sem að ríkjum ræður.
Hér deyja mennirnir og Múspellsbræður.
Sofðu. Sofðu.
Nýr dagur rís.
Hér sefur ís.
Niflheimahliðin, þar fordæmdur fer.
Dagur er risinn en dimmt hvar sem er.
Dóttir mín litla, hvað gerði ég þér?
Þá gýs úr Hvergelmi með ógn og ótta
og þar með leggja allir lífs á flótta.
Það birtir ekki Nifls- á milli nótta.
Sofðu. Sofðu.
Þar svífur vætturin á vængjum þöndum.
Við erum fönguð þar sem fátæk stöndum
og bundin kyrfilega klakaböndum.
Sofðu. Sofðu.
Nýr dagur rís.
Hér sefur ís.
Léttir það varð þegar dóttir mín dó,
sofðu sem fastast og finndu þér ró,
faðmur minn verndar frá kulda og snjó.
út liðast Níðhöggur á Nábítsvelli.
Hrímþursar fylgja með á svörtu svelli.
Blikandi norðurljós á Niflheimsþaki,
þrúgandi þögnin heldur traustataki.
Já, hér er ekkert nema kyrrð og klaki.
Þennan stað hýsir þjáningin,
þursarnir vísast kaldir.
Heimurinn frýs við himininn,
hér sefur ís um aldir.
Þursarnir væla meðan vindar gnauða
og rokið skilur eftir skika auða.
Ísinn er sprunginn og hann spúir dauða.
Sofðu. Sofðu.
Í lofti þokkafullar þokuslæður.
Hér er það ísinn sem að ríkjum ræður.
Hér deyja mennirnir og Múspellsbræður.
Sofðu. Sofðu.
Nýr dagur rís.
Hér sefur ís.
Niflheimahliðin, þar fordæmdur fer.
Dagur er risinn en dimmt hvar sem er.
Dóttir mín litla, hvað gerði ég þér?
Þá gýs úr Hvergelmi með ógn og ótta
og þar með leggja allir lífs á flótta.
Það birtir ekki Nifls- á milli nótta.
Sofðu. Sofðu.
Þar svífur vætturin á vængjum þöndum.
Við erum fönguð þar sem fátæk stöndum
og bundin kyrfilega klakaböndum.
Sofðu. Sofðu.
Nýr dagur rís.
Hér sefur ís.
Léttir það varð þegar dóttir mín dó,
sofðu sem fastast og finndu þér ró,
faðmur minn verndar frá kulda og snjó.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.