Niðavellir
Niðavellir, náhvítur máninn skín.
Dvergahellir, dulúð þér villir sýn.
Sindradætur, synir og börnin öll,
Vetrarnætur, verma þau klettafjöll.
Aðrir byggja hús og hallir, kastala og kofa
Komið inn í hellinn því að hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa
Galdrastafir, grafnir í stóran stein,
Dvergagrafir, dysjar og gömul bein
Heljarstyrkur, hertekur djúpan dal
Niðamyrkur, nær inn í gullinn sal
Leggist niður börnin mín, já, stór er okkar stofa
Steingólfið er tandurhreint og hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa
Trónir á mergi tinnugler,
Tindar úr bergi háir
Sindri og Hergill halla sér,
Hér sofa dvergar gráir
Heyr, mín kæra hefðarfrú,
Hér er gott að sofa
Á sig taka náðir nú,
Niðahjón og börnin þrjú
Þegar heyrist þrumugnýr,
Þór við skulum lofa
Okkur geymir hellir hlýr,
Hér er gott að sofa
Náinn syngur næturljóð,
Núna sefur dvergaþjóð.
Dvergahellir, dulúð þér villir sýn.
Sindradætur, synir og börnin öll,
Vetrarnætur, verma þau klettafjöll.
Aðrir byggja hús og hallir, kastala og kofa
Komið inn í hellinn því að hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa
Galdrastafir, grafnir í stóran stein,
Dvergagrafir, dysjar og gömul bein
Heljarstyrkur, hertekur djúpan dal
Niðamyrkur, nær inn í gullinn sal
Leggist niður börnin mín, já, stór er okkar stofa
Steingólfið er tandurhreint og hér, hér er gott að sofa
Hér er gott að sofa
Trónir á mergi tinnugler,
Tindar úr bergi háir
Sindri og Hergill halla sér,
Hér sofa dvergar gráir
Heyr, mín kæra hefðarfrú,
Hér er gott að sofa
Á sig taka náðir nú,
Niðahjón og börnin þrjú
Þegar heyrist þrumugnýr,
Þór við skulum lofa
Okkur geymir hellir hlýr,
Hér er gott að sofa
Náinn syngur næturljóð,
Núna sefur dvergaþjóð.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.