Ásgarður
(Einherjar streyma frá Iðavelli,
enginn gaf líf sitt við leikinn í dag.
Flétta í dróttkvætt og fornyrðislag,
fimlegar vísur um Gnipahelli.)
(Þurrka af sverðunum bleksvart blóðið,
brynjunum kasta í Drekkingarhyl,
hreinsa og strjúka og hrista svo til.
Hungraðir allir, svo inn þeim bjóðið.)
(Glaumurinn berst yfir gang til okkar,
goðin þar sitja og drekka sinn mjöð.
Yggdrasils skýla þér bolur og blöð,
bardagaherir og stórir flokkar.)
(Þagnaðu, anginn og þægur vertu,
þú ert af ása og konungaætt.
Fátt er þar úti sem fær okkur hrætt,
Freyja þín gætir svo hólpinn ertu.)
(Ef ég þessu ljóði lyki
líklega við heyrðum köll:
Horfir hann frá Breiðabliki,
Baldur, yfir okkur öll.)
Valhallar blæs til vindurinn,
veinandi hvæs og brestir.
Heimdallur læsir hingað inn,
hér sofa æsir mestir.
Hér sofa æsir mestir!
Sofðu nú lengi og sofðu vel,
sængin er dýrasti dúkur,
– geymi þig Óðinn og gleymd sé Hel –
gullsleginn svæfillinn mjúkur.
Fegurðin, gáfur og þokki þinn
þykja mér feykinæg borgun.
Vættirnar geymi þig, vinur minn,
við sjáumst aftur á morgun.
enginn gaf líf sitt við leikinn í dag.
Flétta í dróttkvætt og fornyrðislag,
fimlegar vísur um Gnipahelli.)
(Þurrka af sverðunum bleksvart blóðið,
brynjunum kasta í Drekkingarhyl,
hreinsa og strjúka og hrista svo til.
Hungraðir allir, svo inn þeim bjóðið.)
(Glaumurinn berst yfir gang til okkar,
goðin þar sitja og drekka sinn mjöð.
Yggdrasils skýla þér bolur og blöð,
bardagaherir og stórir flokkar.)
(Þagnaðu, anginn og þægur vertu,
þú ert af ása og konungaætt.
Fátt er þar úti sem fær okkur hrætt,
Freyja þín gætir svo hólpinn ertu.)
(Ef ég þessu ljóði lyki
líklega við heyrðum köll:
Horfir hann frá Breiðabliki,
Baldur, yfir okkur öll.)
Valhallar blæs til vindurinn,
veinandi hvæs og brestir.
Heimdallur læsir hingað inn,
hér sofa æsir mestir.
Hér sofa æsir mestir!
Sofðu nú lengi og sofðu vel,
sængin er dýrasti dúkur,
– geymi þig Óðinn og gleymd sé Hel –
gullsleginn svæfillinn mjúkur.
Fegurðin, gáfur og þokki þinn
þykja mér feykinæg borgun.
Vættirnar geymi þig, vinur minn,
við sjáumst aftur á morgun.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.