Dauði - Live
Ligg ég, leka mín sár,
loppinn kólnar minn nár.
Dauðinn dregur mig nær,
dettur yfir mig snær.
Lið mitt liggur hjá mér,
látin hersingin er.
Hetjur höfðu það af,
hefndin frið okkur gaf.
Hinsta dreg ég andardráttinn,
drengur Óðins missir máttinn.
Sortinn teygir sína arma,
sól úr austri kastar bjarma.
Loksins reiði lægja öldur,
laskað sverð og brotinn skjöldur.
Bros á varir Baldurs færist,
bræðralagið aldrei tærist.
Vígamaður Baldur Óðinsson!
Gunnar jarl og Grímur deyja,
guðirnir þá munu heygja.
Vargurinn í valinn beygður,
verður seint af nokkrum heygður.
Brosi nú til barna minna,
brátt mun öllum sorgum linna.
Kæra sé ég konu mína
kúra upp við syni sína.
Nú er ekki neinn sem lifir,
nóttin hellist kolsvört yfir.
Líf í Baldurs auga blikar,
bíður dauðinn, aðeins hikar.
Upp er runnin stóra stundin,
stöðvast allt við hinsta blundinn.
Blæs úr norðri, bærast stráin,
Baldur er nú loksins dáinn!
loppinn kólnar minn nár.
Dauðinn dregur mig nær,
dettur yfir mig snær.
Lið mitt liggur hjá mér,
látin hersingin er.
Hetjur höfðu það af,
hefndin frið okkur gaf.
Hinsta dreg ég andardráttinn,
drengur Óðins missir máttinn.
Sortinn teygir sína arma,
sól úr austri kastar bjarma.
Loksins reiði lægja öldur,
laskað sverð og brotinn skjöldur.
Bros á varir Baldurs færist,
bræðralagið aldrei tærist.
Vígamaður Baldur Óðinsson!
Gunnar jarl og Grímur deyja,
guðirnir þá munu heygja.
Vargurinn í valinn beygður,
verður seint af nokkrum heygður.
Brosi nú til barna minna,
brátt mun öllum sorgum linna.
Kæra sé ég konu mína
kúra upp við syni sína.
Nú er ekki neinn sem lifir,
nóttin hellist kolsvört yfir.
Líf í Baldurs auga blikar,
bíður dauðinn, aðeins hikar.
Upp er runnin stóra stundin,
stöðvast allt við hinsta blundinn.
Blæs úr norðri, bærast stráin,
Baldur er nú loksins dáinn!
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.