Kvaðning
Ligg ég eftir langa drauma,
Leggur stirður, hugur sljór.
Hatrið finn ég kröftugt krauma,
Kreistir hefnd ef fyrrum sór.
Heiðin býr að hættum blindum,
Horfi ég mót svörtum tindum,
Hel býr þar í mörgum myndum:
Myrkur, kuldi ís og snjór.
Heljarsál af himnum steyptist,
Hafði af mér bú og menn.
Hatrið inn í hugann greyptist,
Heldur mér á lífi enn.
Fleyjum þínum feigðin grandi,
Finn ég þig á sjó og landi.
Kem ég til þín forni fjandi,
Fundir okkar nálgast senn.
Morgunsól á miðri heiði,
Minningarnar sækja á.
Mikil er og römm sú reiði,
Rífur sárin hatrið þá.
Eitt sinn átti fljóð að finna
Sem fallig gætti barna minna,
En núna hef ég verk að vinna:
Vega blóðga, stinga' og flá.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
Þetta ferðalag mun telja okkar daga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
Þetta ferðalag er köllun vor og saga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar allra þá.
Leggur stirður, hugur sljór.
Hatrið finn ég kröftugt krauma,
Kreistir hefnd ef fyrrum sór.
Heiðin býr að hættum blindum,
Horfi ég mót svörtum tindum,
Hel býr þar í mörgum myndum:
Myrkur, kuldi ís og snjór.
Heljarsál af himnum steyptist,
Hafði af mér bú og menn.
Hatrið inn í hugann greyptist,
Heldur mér á lífi enn.
Fleyjum þínum feigðin grandi,
Finn ég þig á sjó og landi.
Kem ég til þín forni fjandi,
Fundir okkar nálgast senn.
Morgunsól á miðri heiði,
Minningarnar sækja á.
Mikil er og römm sú reiði,
Rífur sárin hatrið þá.
Eitt sinn átti fljóð að finna
Sem fallig gætti barna minna,
En núna hef ég verk að vinna:
Vega blóðga, stinga' og flá.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
Þetta ferðalag mun telja okkar daga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
Þetta ferðalag er köllun vor og saga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar allra þá.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.