Okkar Líf

Sé þig sofa við hliðina á mér
— Eins og vera ber
Sitjum saman, þögnin og við
— Og slökkt sjónvarpið

Þá læðist gegnum myrkrið, lagið síðan þá
Lagið sem að kveikti
— Lífinu á

Er ég heyri Sálina hljóm' í gegnum nóttina
Er ég heyri "Okkar nótt", þá koma fljótt
Allar þessar minningar, allir þessir vinningar
Sem breyttu "Okkar nótt", sem breyttu "Okkar nótt"
í okkar líf

Bíð og vaki, borgin er hljóð,
— Eins og til stóð
Ljúfa depurð, dregur að sér
— Og hreyfir við mér

Þá læðist að mér minning, lifandi og björt
Og hjartað fer að hamast,
— Aðeins of ört

Er ég heyri Sálina hljóm' í gegnum nóttina
Er ég heyri "Okkar nótt", þá koma fljótt
Allar þessar minningar, allir þessir vinningar
Sem breyttu "Okkar nótt", sem breyttu "Okkar nótt", í okkar líf

Yfir hæð og haf við fylgjumst alltaf að
Þetta er okkar lag mér finnst við eiga það.

Er ég heyri Sálina hljóm' í gegnum nóttina
Er ég heyri "Okkar nótt", þá koma fljótt
Allar þessar minningar, allir þessir vinningar
Sem breyttu "Okkar nótt", sem breyttu "Okkar nótt"
í okkar líf

:þvi við eigum þetta líf

Allar þessar minningar, allir þessir vinningar
Sem breyttu "Okkar nótt"
— í okkar líf



Credits
Writer(s): Einar Bardarson, Bragi Valdimar Skulason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link