Haustið (feat. Friðrik Dór)

Ég gef ekki mikið fyrir haustið
Því ég veit jafn vel og þú
Að það er ekki laust við
Að við sjáum verr í myrkrinu
Og finnum færri lausnir
Afþví hrunið er nú traustið
Rétt eins og laufblöð falla á haustin
Falla á haustin
Falla á haustin

Það rignir einhvern veginn lárétt á haustin
Því með augun pírt sjáum ofsjónir
Afbrýðisemin braust inn
Já svo orðin liggja ósögð
Við horfum hvort í okkar gaupnir
Afþví hrunið er nú traustið
Rétt eins og laufblöð falla á haustin
Falla á haustin
Falla á haustin

Og litir taka að dofna
Og ekkert verður aftur samt á ný
Og þó ég viti ég ætti að sofna
Ég kem ekki á auga dúr bara útaf því
Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta
En líklega liggja okkar leiðir ekki samhliða

Falla á haustin
Rétt eins og laufblöð falla á haustin
Falla á haustin
Afþví hrunið er nú traustið
Rétt eins og laufblöð falla á haustin
Falla á haustin



Credits
Writer(s): Asgeir Orri Asgeirsson, Fridrik Dor Jonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link