Hið Gullna Augnablik
Þú vissir það ei, þig gisti í gær
Hið gullna augnablik
Frá timanna djúpi bylgja barst
Að brjósti þér, ljós og kvik
En sjón þín var haldin og heyrnin með
Við hversdagsins önn og ryk
Það örlögum réð, að sál þín svaf
Er só, þig heim sú stund
Því aldan, er faldar geislum guðs
Um gæfunnar bláu sund
Hnígur aðeins eitt einasta sinn
Á ævi þinnar fund
Í morgun vaknaði vera þín
Í vitund um hjartans töp
Því nóttin átti sér engan draum
En ótal stjarna hröp
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf
Vera illra norna sköp
Með þögulum trega telurðu nú
Hvert timans bylgjuslag
Nú stillir ei himinn hörpu meir
Við hafsins undralag
Það augnablik, sem var gullið í gær
Er grátt eins og vofa í dag
Ég hvísla óði í eyra þér
Um æskunnar týndu sýn
En ljóð mitt á framar engin orð
Og engan tón, sem skín
Þú vissir það ei: Þetta augnablik
Var eilífðin mín og þín
Hið gullna augnablik
Frá timanna djúpi bylgja barst
Að brjósti þér, ljós og kvik
En sjón þín var haldin og heyrnin með
Við hversdagsins önn og ryk
Það örlögum réð, að sál þín svaf
Er só, þig heim sú stund
Því aldan, er faldar geislum guðs
Um gæfunnar bláu sund
Hnígur aðeins eitt einasta sinn
Á ævi þinnar fund
Í morgun vaknaði vera þín
Í vitund um hjartans töp
Því nóttin átti sér engan draum
En ótal stjarna hröp
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf
Vera illra norna sköp
Með þögulum trega telurðu nú
Hvert timans bylgjuslag
Nú stillir ei himinn hörpu meir
Við hafsins undralag
Það augnablik, sem var gullið í gær
Er grátt eins og vofa í dag
Ég hvísla óði í eyra þér
Um æskunnar týndu sýn
En ljóð mitt á framar engin orð
Og engan tón, sem skín
Þú vissir það ei: Þetta augnablik
Var eilífðin mín og þín
Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.