Áfangastaður
Ég hef reikað um heiðar og stórgrýttan stig
Og mín stef út í bláinn ég kvað
Og sóldúfur vorsins mér fylgdu í för
Og hið fjúkandi haustgula blað
Ég bar þreytu um öxl mér og þorsta á vör
Hve þráði eg minn áfangastað
En ef hvíldin býðst, vaknar bandingjans þrá
Spurðu bátinn, sem liggur við naust
Þann er stefninu yppti í ólagaskafl
Meðan útsærinn kvað hæst við raust
Spurðu gráspörinn smáa, er þig gisti í vor
Spurðu grasið, er fölnar um haust
Eins og sóldúfur loftsins, er leita að storð
Eins og löndin, er hefjast úr mar
Hefur andi minn leitað að áfangastað
En af óró hann mettaðist þar
Þaðan blasti við augunum áfangi nýr
Er hið óþekkta í faðmi sér bar
Og hvíldalaus þráin og þrá eftir hvíld
Verður þraut, er ég tæplega veld
En í laufskála svörtum, er svefninn mér býr
Hlýt ég sitja við draumanna eld
Og í morgunsins gullnu og gróandi vin
Vil ég gista, er líður á kveld
Og með þreytu um öxl og með þorsta á vör
Legg ég þögul á öræfin blá
Nú veit ég, að hugur minn orkar því einn
Hvaða útsýn er hæðunum frá
Því að áfangastaður hvers einasta manns
Er hin óræða, volduga þrá
Og mín stef út í bláinn ég kvað
Og sóldúfur vorsins mér fylgdu í för
Og hið fjúkandi haustgula blað
Ég bar þreytu um öxl mér og þorsta á vör
Hve þráði eg minn áfangastað
En ef hvíldin býðst, vaknar bandingjans þrá
Spurðu bátinn, sem liggur við naust
Þann er stefninu yppti í ólagaskafl
Meðan útsærinn kvað hæst við raust
Spurðu gráspörinn smáa, er þig gisti í vor
Spurðu grasið, er fölnar um haust
Eins og sóldúfur loftsins, er leita að storð
Eins og löndin, er hefjast úr mar
Hefur andi minn leitað að áfangastað
En af óró hann mettaðist þar
Þaðan blasti við augunum áfangi nýr
Er hið óþekkta í faðmi sér bar
Og hvíldalaus þráin og þrá eftir hvíld
Verður þraut, er ég tæplega veld
En í laufskála svörtum, er svefninn mér býr
Hlýt ég sitja við draumanna eld
Og í morgunsins gullnu og gróandi vin
Vil ég gista, er líður á kveld
Og með þreytu um öxl og með þorsta á vör
Legg ég þögul á öræfin blá
Nú veit ég, að hugur minn orkar því einn
Hvaða útsýn er hæðunum frá
Því að áfangastaður hvers einasta manns
Er hin óræða, volduga þrá
Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.