Vöggubarnsins mál
Þú, sem enn átt enga drauma
Ekkert gull í sjóð
Hvílir mjúkt á hvítum svæfli
Kinnin fagurrjóð
Yndi þitt og allur heimur
Er mitt vögguljóð
Röddin þín á engin orð
Og undurlítinn hljóm
Hún er lík og leiki blær
Við lítil skógarblóm
Eða fugl í laufi ljóði
Ljúfum glöðum róm
Lít ég undir léttum brúnum
Lítinn himin þinn
Himin, sem er gott að geta
Geymt við barminn sinn
Leitt í huga, lyft í brosi
Læst í hjartað inn
Kveikir þar á kerti sínu
Kyndir arinbál
Leysir klaka, lyftir björgum
Lítil, óskírð sál
Vekur þúsund verndarengla
Vöggubarnsins mál
Vöggubarnsins mál
Ekkert gull í sjóð
Hvílir mjúkt á hvítum svæfli
Kinnin fagurrjóð
Yndi þitt og allur heimur
Er mitt vögguljóð
Röddin þín á engin orð
Og undurlítinn hljóm
Hún er lík og leiki blær
Við lítil skógarblóm
Eða fugl í laufi ljóði
Ljúfum glöðum róm
Lít ég undir léttum brúnum
Lítinn himin þinn
Himin, sem er gott að geta
Geymt við barminn sinn
Leitt í huga, lyft í brosi
Læst í hjartað inn
Kveikir þar á kerti sínu
Kyndir arinbál
Leysir klaka, lyftir björgum
Lítil, óskírð sál
Vekur þúsund verndarengla
Vöggubarnsins mál
Vöggubarnsins mál
Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.