Vöggubarnsins mál

Þú, sem enn átt enga drauma
Ekkert gull í sjóð
Hvílir mjúkt á hvítum svæfli
Kinnin fagurrjóð
Yndi þitt og allur heimur
Er mitt vögguljóð

Röddin þín á engin orð
Og undurlítinn hljóm
Hún er lík og leiki blær
Við lítil skógarblóm
Eða fugl í laufi ljóði
Ljúfum glöðum róm

Lít ég undir léttum brúnum
Lítinn himin þinn
Himin, sem er gott að geta
Geymt við barminn sinn
Leitt í huga, lyft í brosi
Læst í hjartað inn

Kveikir þar á kerti sínu
Kyndir arinbál
Leysir klaka, lyftir björgum
Lítil, óskírð sál
Vekur þúsund verndarengla
Vöggubarnsins mál
Vöggubarnsins mál



Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link