Ljóssins knörr

Roðnar blámöttluð bylgja
Færist bros yfir lönd
Yzt á glampandi græði
Lyftist gullvoðin þönd
Siglir náttsólar nökkvi
Fyrir Norðurlandsins strönd

Yfir svefnþungum sævi
Heldur sólknörrinn vörð
Einn og voldugur vakir
Yfir vorgrænni jörð
Varpar logandi leiftrum
Inn í ládauðan fjörð

Ljóssinn sægamm með söngvum
Hylla sveinar og víf
Landvörn Íslands, vors ættlands
Og þess einustu hlíf
Tengdan friðarins festum
Við þess frelsi og líf

Út um vonanna voga
Skyggnast vorgróin lönd
Hvergi herfloti húmsins
Með sinn hlekk og sín bönd
Siglir náttsólar nökkvi
Fyrir Norðurlands strönd
Aaah



Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link