Mannsbarn
Við háan múr
Er mannsbarn í förum
Í leit að geislum
Í leit að svörum
Sumstaðar bergið
Er bergfléttu þakið
Sumstaðar blátt
Sorfið, nakið
Maður gengur
Svo lengi sem lifir
Hvorki er vegur
Undir né yfir
Kalinn á hug
Og kvalinn efa
Ræðst hann á bergið
Hnýttum hnefa
Þögul og köld
Eru klettaleynin
Svo ber hann höfði
Við harðann steininn
Þögnin eykst
Og hann þrýstir í harmi
Að náköldum hamrinum
Nöktum barmi
Hjarta mannsins
Við múrinn grætur
Að fótum bjargsins
Hann fallast lætur
Stjarna hrapar
Í heiðnætur friði
Sem hrynji laufblað
Af ljóssins viði
Er mannsbarn í förum
Í leit að geislum
Í leit að svörum
Sumstaðar bergið
Er bergfléttu þakið
Sumstaðar blátt
Sorfið, nakið
Maður gengur
Svo lengi sem lifir
Hvorki er vegur
Undir né yfir
Kalinn á hug
Og kvalinn efa
Ræðst hann á bergið
Hnýttum hnefa
Þögul og köld
Eru klettaleynin
Svo ber hann höfði
Við harðann steininn
Þögnin eykst
Og hann þrýstir í harmi
Að náköldum hamrinum
Nöktum barmi
Hjarta mannsins
Við múrinn grætur
Að fótum bjargsins
Hann fallast lætur
Stjarna hrapar
Í heiðnætur friði
Sem hrynji laufblað
Af ljóssins viði
Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.