Mig Dreymir Enn

Mig dreymir enn og dreymir
Í dagsins ljóma og yl
Í hrannahúmi nætur
Í hvítalogni og byl
Gimstein ástar minnar
Ég geymi í draumsins hyl

En nafnið þitt gróf ég
Í gimsteininn minn
Ef legg ég hann við brjóst mitt
Og brennheita kinn
Stafina brenna
Í blóði mér ég finn

Þá hlýnar mér um auga
Þá hitnar mitt blóð
Og fellur mér um æðar
Eins og fegursta ljóð
Með nafnið þitt á vörum
Verð ég öllum góð

Mig dreymir enn og dreymir
Ég draumalöndin á
Ég fór um þau eldi
Sem enginn maður sá
Ég fel mig þar í laufi
Er lífið gengur hjá



Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link