Pínu eins og ...
Baldursbráin besta
Bærir nú á sér.
Hún brosir til mín blíðlega,
Bætir mitt geð.
Lúpínan svo lífleg
Læðupúkast ei.
Leyfir sér að lita allt!
- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann.
- Eins og hán og hún.
Mund'að allir geta margt,
En enginn getur allt.
Rósin fegrar runnann
Sem roskinn hana ber.
Hún fangar okkar athygli
Hvar sem hún er!
Og í hæðum holtasóley
Fangar huga minn um stund.
Svo hæglát léttir mína lund.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og ég.
- Líkt og allir sem gjarnan velta hlutum fyrir sér.
Allt er öðrum háð.
Ef jafnt er fræjum sáð,
Þá blómstrum hlið við hlið
Og óþarfi að bera sig aðra við!
Því litskrúðug og allskonar,
Við getum blómstrað víðsvegar.
Blómin öll bogna, við og við.
En blómin þurfa líka'að hvíla sig!
- Pínu eins og við.
- Pínu eins og þið.
Saman blómstrum betur,
Ekkert verður illgresið!
Svo lítum okkur nær.
Enginn það sama fær.
Þá verða vatnaskil
Þá verða vatnaskil
Sjáðu bara til!
- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann,
- Eins og hán og hún.
Mund'að allir geta margt...
...en enginn getur allt!
Bærir nú á sér.
Hún brosir til mín blíðlega,
Bætir mitt geð.
Lúpínan svo lífleg
Læðupúkast ei.
Leyfir sér að lita allt!
- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann.
- Eins og hán og hún.
Mund'að allir geta margt,
En enginn getur allt.
Rósin fegrar runnann
Sem roskinn hana ber.
Hún fangar okkar athygli
Hvar sem hún er!
Og í hæðum holtasóley
Fangar huga minn um stund.
Svo hæglát léttir mína lund.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og ég.
- Líkt og allir sem gjarnan velta hlutum fyrir sér.
Allt er öðrum háð.
Ef jafnt er fræjum sáð,
Þá blómstrum hlið við hlið
Og óþarfi að bera sig aðra við!
Því litskrúðug og allskonar,
Við getum blómstrað víðsvegar.
Blómin öll bogna, við og við.
En blómin þurfa líka'að hvíla sig!
- Pínu eins og við.
- Pínu eins og þið.
Saman blómstrum betur,
Ekkert verður illgresið!
Svo lítum okkur nær.
Enginn það sama fær.
Þá verða vatnaskil
Þá verða vatnaskil
Sjáðu bara til!
- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann,
- Eins og hán og hún.
Mund'að allir geta margt...
...en enginn getur allt!
Credits
Writer(s): Holmfridur Osk Samuelsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.