Pínu eins og ...

Baldursbráin besta
Bærir nú á sér.
Hún brosir til mín blíðlega,
Bætir mitt geð.

Lúpínan svo lífleg
Læðupúkast ei.
Leyfir sér að lita allt!

- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann.
- Eins og hán og hún.

Mund'að allir geta margt,
En enginn getur allt.

Rósin fegrar runnann
Sem roskinn hana ber.
Hún fangar okkar athygli
Hvar sem hún er!

Og í hæðum holtasóley
Fangar huga minn um stund.
Svo hæglát léttir mína lund.

- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og ég.
- Líkt og allir sem gjarnan velta hlutum fyrir sér.
Allt er öðrum háð.
Ef jafnt er fræjum sáð,
Þá blómstrum hlið við hlið
Og óþarfi að bera sig aðra við!

Því litskrúðug og allskonar,
Við getum blómstrað víðsvegar.
Blómin öll bogna, við og við.
En blómin þurfa líka'að hvíla sig!

- Pínu eins og við.
- Pínu eins og þið.
Saman blómstrum betur,
Ekkert verður illgresið!
Svo lítum okkur nær.
Enginn það sama fær.
Þá verða vatnaskil
Þá verða vatnaskil
Sjáðu bara til!

- Pínu eins og ég.
- Pínu eins og þú.
- Pínu eins og flestir þá þær skortir stundum trú.
- Pínu eins og hann,
- Eins og hán og hún.

Mund'að allir geta margt...
...en enginn getur allt!



Credits
Writer(s): Holmfridur Osk Samuelsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link