Aðra leið

Þér við hlið ég tók mín fyrstu skref
Þú kenndir mér hlutina að sjá í réttu ljósi
Þú færðir mér sjálfa þig
Og ljáðir mér athygli

Þú sýndir mér hvernig ég átta mig
Og lagðir grunn að því sem átti eftir að móta mig
Í myrkri lést mig sjá
Í birtu vísaðir minn veg

Þú kenndir mér óskilyrðisbundna ást
Sem með mér tek til þeirra er ég kýs að elska
Þú færðir mig í þennan heim
Þú vita skalt að ég man þig

Þó ég skilji ei hverju þú fórnaðir fyrir mig
Ég geri mér grein fyrir að hverju þú stefndir
Síðan fórst þú aðra leið
En ég sé þig vonandi á öðrum stað
Því ég sakna þín
Við kannski hittumst við annan veg

Ég var þér við hlið er þú fórst
Fékk að kveðja þig á eigin hátt
Þú vita mátt að vegna þín
Ég áfram held þessa slóð



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link