Narfi
Narfi ég hitti er nóttin var liðin,
Niflheimahliðin.
Kom hann í hnakki á kolsvörtum fola,
kólnaði gola.
Starði á okkur með stingandi augum,
staðurinn umkringdur vofum og draugum.
Þrek hans var búið og hugrekkið brostið,
beit okkur frostið.
Loki vill buga legg þinn og hug,
lítið því duga vopn og vörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Hann þekkir staðinn sem hrímar og frystir,
Hel er hans systir.
Sagði að núna hann vildi mig vara
við því að fara
niður til hennar sem Niflheimi stjórnar,
neyðir og pyntar og sveltir og fórnar.
Bráðum ég myndi svo bágindum mæta,
Brynhildi græta.
Lævís og slyng þau læðast í hring,
lokka þig kringum Bæjartjörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Vilja úr leyni vinna þér mein,
villidýr reynast hefnigjörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Þig vilja hryggja, þau eru stygg.
þagna mun Frigg og fölna Hörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
HÆttuleg eru Loka börn.
Loki vill buga legg þinn og hug,
lítið duga því vopn og vörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Niflheimahliðin.
Kom hann í hnakki á kolsvörtum fola,
kólnaði gola.
Starði á okkur með stingandi augum,
staðurinn umkringdur vofum og draugum.
Þrek hans var búið og hugrekkið brostið,
beit okkur frostið.
Loki vill buga legg þinn og hug,
lítið því duga vopn og vörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Hann þekkir staðinn sem hrímar og frystir,
Hel er hans systir.
Sagði að núna hann vildi mig vara
við því að fara
niður til hennar sem Niflheimi stjórnar,
neyðir og pyntar og sveltir og fórnar.
Bráðum ég myndi svo bágindum mæta,
Brynhildi græta.
Lævís og slyng þau læðast í hring,
lokka þig kringum Bæjartjörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Vilja úr leyni vinna þér mein,
villidýr reynast hefnigjörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Þig vilja hryggja, þau eru stygg.
þagna mun Frigg og fölna Hörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
HÆttuleg eru Loka börn.
Loki vill buga legg þinn og hug,
lítið duga því vopn og vörn.
Hlusti nú hver sem heyrir í mér:
Hættuleg eru Loka börn.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.