Kvadning (Edit - Bonus Track)

Ligg ég eftir langa drauma,
leggur stirður, hugur sljór.
Hatrið finn eg kröftugt krauma,
kreystir hefnd er fyrrum sór.
Heiðin býr að hættum blindum,
horfi ég mót svörtum tindum,
Hel býr þar í mörgum myndum;
myrkur, kuldi, ís og snjór.

Heljarsál af himnum steyptist
hafði aqf mér bú og menn.
Hatrið inn í human greyptist,
heldur í mér lífi enn.
Fleyjum þínumfeigðin grandi,
finn ég þig á sjó og landi.
Kem ég til þín forni fjandi,
fundir okkar nálgast senn.

Morgunsól á miðri heiði,
minningarnar sækja á.
Mikil er og römm sú reiði,
rífur sárin hatrið þá.
Eitt sinn átti fljóð að finna
sam falleg gætti barna minna,
en núna hef ég verk að vinna;
vega, blóðga, stinga' og flá.

Höldum nú á feigðarinnar fund
þetta ferðalag mun telja okkar daga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
og Valhöll bíður okkar.
Höldum nú á feigðarinnar fund
þetta ferðalag er köllun vor og saga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
og Valhöll bíður okkar allra þá.



Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link