Kossar án vara
Það snjóar hérna úti og garðurinn hann gránar.
Garðastrætishúsin verða hlýleg að sjá
og kertaljóssins skuggar skrítnum myndum varpa
á veggina í stofunni sem ég stari á.
Og myndirnar þær læðast, lúmskar inn í hugann
leggjast bak við augun og hvísla því að mér
að ástin sé augnablik sem brenni mannsins hjarta
í brjósti mínu er eldurinn enn að leika sér.
Og þau svífa í kvöld snjókornin
sem kossar án vara.
Og við sem vorum ástfangin
aldrei náðum saman,
það lá alltaf í loftinu
að ég mundi fara.
Það snjóar hérna úti og enginn er á ferli
allt er hjúpað rökkri og kertin eru dauð.
Senn fer hann að birta og bílar vakna kaldir
en borgin sefur ennþá og gatan mín er auð.
Garðastrætishúsin verða hlýleg að sjá
og kertaljóssins skuggar skrítnum myndum varpa
á veggina í stofunni sem ég stari á.
Og myndirnar þær læðast, lúmskar inn í hugann
leggjast bak við augun og hvísla því að mér
að ástin sé augnablik sem brenni mannsins hjarta
í brjósti mínu er eldurinn enn að leika sér.
Og þau svífa í kvöld snjókornin
sem kossar án vara.
Og við sem vorum ástfangin
aldrei náðum saman,
það lá alltaf í loftinu
að ég mundi fara.
Það snjóar hérna úti og enginn er á ferli
allt er hjúpað rökkri og kertin eru dauð.
Senn fer hann að birta og bílar vakna kaldir
en borgin sefur ennþá og gatan mín er auð.
Credits
Writer(s): Bubbi Morthens
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.