Sorg - Live

Fegin verður bæði, bið
bindur okkar hlekki.
Slegin ótta vættir við
vera máttu ekki.
Háar raunir móður minnar,
mæðuvísu syngur.
Bláar varir, kólna kinnar,
krókna brotnir fingur.

Vakið angist hefur hann,
hryggur, votur hvarmur.
Þrakið hefur margan mann,
hættan buga harmur.
Flótta hafið langan, látin,
liðin nú þau hafa.
Ótta, reiði, gremju grátin,
galtóm augun stafa.

Stara augun grátt og grátin,
gremju, reiði, ótta.
Hafa þau nú liðin látin,
langan hafið flótta.
Harmur bugar mættan mann,
margan hefur hrakið.
Hvarmur, votur, hryggur hann,
hefur angist vakið.

Fingur brotnir króknar kinnar
bólgnar varir bláar.
Syngur vísur mæður minnar
móðurlaumi háar
Ekki máttu vera við
vætti óttasleginn
Flekkir okkar bindur byl,
bæði verðum fegin.



Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link