Fílahirðirinn frá Súrín

Fílarnir eru lúnir eftir langan dag í sólinni
og þeir leggjast á árbakkanum, þá munar í lúrinn.
Og hann klifrar upp fótinn og upp á herðakambinn þeirra með skrúbb
og klút, Fílahirðirinn minn frá Súrín.
Og ég sit í öðrum heimi er ég horfi á þig
mér fyrir hugskotssjónum nær þér kemst ég ekki
Því í gegnum þetta líf hef ég gengið aftur á bak
og gert mér úr því þá allra mýkstu hlekki.

Og hvílíkt reigindjúp það var og ótrúlegt sem opnaðist
mér í augunum svörtu svo fullt af framandi blíðu.
Þegar leit ég til þín heillaður og höndin mín brá á leik
í hárinu þínu svo biksvörtu og stríðu.
Ég var bara að leita að ævintýrum. "Einn enn sem kemur og fer."
Við vorum eins og fiðrildi í nóttinni mjúku, dimmu.
En hörundið þitt brúna það var mýkra en allt sem er mjúkt,
og mig hafði aldrei órað fyrir neinu svo grimmu.

Þú horfðir til mín og augun þín voru alvarleg og spyrjandi
og engan mun gastu fundið á erri og elli
Og ég brosi á móti og það lifnaði kannski líka' í augum þér bros
og ég ljóma eins og jólatréð á Austurvelli.
Já, vinurinn minn fagri, þú ert fjarri um sinn,
meðan finnst engin önnur brú sem má þar duga.
Og hvernig svo sem veröldin hún vendir sér öll og snýst,
þú verður mér samt ætið efst íhuga.

Og seint um kvöldið lágum við svo saman tveir og nörtuðum
í sætklístruð hrísgrjón og Mangó á hótelinu
Og ég gleymi engu, ekki fremur en fílarnir sem þú reiðst
og við finnumst í einhverju lífi, þessu eða hinum.
Því ég elska þig litli hjarðsveinninni minn og hörundið þitt brúnt.
og í haganum 'þínum vildi ég alltaf búa
því gærdagurinn er ekkert meira en minningin og þú veist
að morgundeginum, honum er valt að trúa.

Mér fannst stundum eins og þú jafnvel elskaðir mig svolítið
en allavega gafstu það sem þú áttir
Og þú grést í hljóði og tárin þín söltu gerðu þig aftur barn
og þú grúfðir þig í koddann og svo kvöddumst við hryggir og sáttir.
En á þeim bjarta morgni þegar endirinn er vís
þá uppljúkast dyr og skörð koma í múrinn
Og hann stendur og breiðir út faðminn sinn að fagna mér eins og þá
Fílahirðirinn minn frá Súrín.



Credits
Writer(s): Magnus Thor Jonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link