Ástarvísa hestamannsins

Stíg fákur létt á foldarvang er fögur sólin skín
Í bænum undir brekkunni þar bíður stúlkan mín
Stig bara svo að heyrist þangað hófaslögin þín
Þá klappar hún þér klárinn minn er birtan dvín
Þá klappar hún þér klárinn minn er birtan dvín

Við hljóðfall hófa þinna
Minn hugur stígur dans
Því sing ég frjáls á flugi við fyrirheitna landsin
Við hljóðfall hófa þinna
Minn hugur stígur dans
Því sing ég frjáls á flugi við fyrirheitna landsin
Því sing ég frjáls á flugi við fyrirheitna landsin

Stíg fákur létt á foldarvang er felur húmið sín
Stíg bara svo að heyrist ekki hjartaslögin þín
Hjá blómunum í brekkunni
þar bíður stúlkan mín
Þar munt þú eiga milda nótt uns morgunsólin skín
Þar munt þú eiga milda nótt uns morgunsólin skín

Stíg fákur létt á foldarvang er fögur sólin skín
Í bænum undir brekkunni þar bíður stúlkan mín
Stig bara svo að heyrist þangað hófaslögin þín
Þá klappar hún þér klárinn minn er birtan dvín
Þá klappar hún þér klárinn minn er birtan dvín



Credits
Writer(s): Sverrir Haraldsson, Carl Billich
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link