Jesús Kristur og ég
Hér sit ég einn með sjálfstraustið mitt veika,
á svörtum kletti' er aldan leikur við.
Á milli skýja tifar tunglið bleika
og trillubátar róa fram á mið.
Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin.
Ó, sestu hjá mér, góði Jesú nú,
því bæði ertu af æðstu ættum runninn
og enginn þekkir Guð betur en þú.
Ég veit þú þekkir einnig eðli fjandans
sem alla daga situr fyrir mér.
Og þótt ég tali vart í auðmýkt andans
ber enginn dýpri respekt fyrir þér.
Hvað sem trú vor týndum sauði lofar
ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn,
mig langar til, er tunglið færist ofar,
að tala við þig eins og bróður minn.
En hvern þann sem að hrellir mest og blekkir
heldur fólkið jafnan bestan mann.
Það skyldi engan undra sem að þekkir
eitthvert brot af þessum lífins rann.
Ó, Jesús mínn, þótt ég og þú sért firrtur
og jafnvel hún sem eitt sinn fæddi þig,
því almennt varstu ekki' af góðu virtur
og ennþá síður virðir fólkið mig.
Og um það mál við aldrei megum kvarta
því uppi á himnum slíkt er kallað suð.
En ósköp skrýtið er að eiga hjarta
sem ekki fær að tala við sinn Guð.
Hver síðastur þú sagðir yrði fyrstur,
en svona varð nú endirinn með þig.
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,
hvað gera þeir við ræfil eins og mig?
á svörtum kletti' er aldan leikur við.
Á milli skýja tifar tunglið bleika
og trillubátar róa fram á mið.
Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin.
Ó, sestu hjá mér, góði Jesú nú,
því bæði ertu af æðstu ættum runninn
og enginn þekkir Guð betur en þú.
Ég veit þú þekkir einnig eðli fjandans
sem alla daga situr fyrir mér.
Og þótt ég tali vart í auðmýkt andans
ber enginn dýpri respekt fyrir þér.
Hvað sem trú vor týndum sauði lofar
ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn,
mig langar til, er tunglið færist ofar,
að tala við þig eins og bróður minn.
En hvern þann sem að hrellir mest og blekkir
heldur fólkið jafnan bestan mann.
Það skyldi engan undra sem að þekkir
eitthvert brot af þessum lífins rann.
Ó, Jesús mínn, þótt ég og þú sért firrtur
og jafnvel hún sem eitt sinn fæddi þig,
því almennt varstu ekki' af góðu virtur
og ennþá síður virðir fólkið mig.
Og um það mál við aldrei megum kvarta
því uppi á himnum slíkt er kallað suð.
En ósköp skrýtið er að eiga hjarta
sem ekki fær að tala við sinn Guð.
Hver síðastur þú sagðir yrði fyrstur,
en svona varð nú endirinn með þig.
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,
hvað gera þeir við ræfil eins og mig?
Credits
Writer(s): Magnus Eiriksson, Vilhjalmur Fra Skaholti Gudmundsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.