Straumurinn

Hratt ég féll í hyldýpið
Með nauma von um sálarfrið
Og fyrir ofan hrægammar
Mín biðu þolinmóðir þar
Sem ljósið þorði ekki inn
Hér koma klisjur tvær í senn
Að kraftaverkin gerast enn
Og það er geymt en ekki gleymt
Hve oft í höfðinu var reimt
Ég náði að hefja mig til flugs
Því ég lét strauminn
Bera mig af leið
Í miðjan storminn og lognmollunni kveið
Nú læt ég strauminn
Bera mig af stað
Í átt að betri heimi
Og ég finn strauminn
Milli mín og þín
Púslið fundið, myndin heil
Forlögin þau tóku feil
Ég horfi á daginn líða hjá
Spái í hvað Reykjavík er smá
Í alheimsplotti Skaparans
Því ég lét strauminn
Bera mig af braut
Í gegnum hylinn og hveljur súpa hlaut
Nú læt ég strauminn
Bera mig af stað
Í átt að betri heimi
Og ég finn strauminn
Milli mín og þín
Ertu ennþá sátt með það sem augað sér?
Ertu ennþá tilbúin að taka mér?
Því ég lét strauminn
Bera mig af leið
Í miðjan storminn og lognmollunni kveið
Því ég lét strauminn (bera mig)
Bera mig af braut
Í gegnum hylinn og hveljur súpa hlaut
Nú læt ég strauminn
Bera mig af stað
Í átt að betri heimi
Og ég finn strauminn
Milli mín og þín
Ég finn rétta strauminn
Milli mín og þín



Credits
Writer(s): Guðmundur Jónsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link