Útgarður
Ró yfir röstum.
Ró yfir þröstum.
Ró yfir höllum.
Ró yfir gjöllum.
Ró yfir töngum.
Ró yfir dröngum.
Ró yfir hjöllum.
Ró yfir stöllum.
Vöknum seint og sjáum
sól á himni bláum.
Ef að líkum lætur
leggjum við upp í ferðalag.
Föngum ferðalanga,
fyllum maga svanga,
leggjumst sæl og síðan
sofum við fram á næsta dag.
Ró yfir jötnum.
Ró yfir vötnum.
Ró yfir fjöllum.
Ró yfir völlum.
Ró yfir stjörnum.
Ró yfir börnum.
Ró yfir tröllum.
Ró yfir öllum.
Förum seint að sofa
sátt í okkar kofa.
Þó að veður versni
vöknum alls ekki fyrir því.
Þar í hrúgu hrjóta
hávær börn til fóta,
þau skal ekkert angra,
æsir, menn eða skúraský.
Veggir Útgarðs verja,
vopnin okkar merja
bæði hjálm og höfuð
herfylkinga í vígahug.
Það er gott og gaman
grey að drepa saman.
Þegar birtu bregður
bjargast þeir sem að sýna dug.
(Útgarða- brött er Loka leið,
liggur um vötn og sveitir,
hefur þar kött og Hugaskeið,
hér sofa jötnar feitir.)
Látum kylfur kremja,
kinnbein sundur lemja.
Drekkum mjöð og mungát,
meðan höfum við nokkurn þrótt.
Síðan brjótum beinin,
berjum þeim við steininn.
Svo við dans og drykkju
dugum við fram á rauðanótt.
Vöknum seint og sjáum
sól á himni bláum.
Ef að líkum lætur
leggjum við upp í ferðalag.
Föngum ferðalanga,
fyllum maga svanga,
leggjumst sæl og síðan
sofum við fram á næsta dag.
Ró yfir þröstum.
Ró yfir höllum.
Ró yfir gjöllum.
Ró yfir töngum.
Ró yfir dröngum.
Ró yfir hjöllum.
Ró yfir stöllum.
Vöknum seint og sjáum
sól á himni bláum.
Ef að líkum lætur
leggjum við upp í ferðalag.
Föngum ferðalanga,
fyllum maga svanga,
leggjumst sæl og síðan
sofum við fram á næsta dag.
Ró yfir jötnum.
Ró yfir vötnum.
Ró yfir fjöllum.
Ró yfir völlum.
Ró yfir stjörnum.
Ró yfir börnum.
Ró yfir tröllum.
Ró yfir öllum.
Förum seint að sofa
sátt í okkar kofa.
Þó að veður versni
vöknum alls ekki fyrir því.
Þar í hrúgu hrjóta
hávær börn til fóta,
þau skal ekkert angra,
æsir, menn eða skúraský.
Veggir Útgarðs verja,
vopnin okkar merja
bæði hjálm og höfuð
herfylkinga í vígahug.
Það er gott og gaman
grey að drepa saman.
Þegar birtu bregður
bjargast þeir sem að sýna dug.
(Útgarða- brött er Loka leið,
liggur um vötn og sveitir,
hefur þar kött og Hugaskeið,
hér sofa jötnar feitir.)
Látum kylfur kremja,
kinnbein sundur lemja.
Drekkum mjöð og mungát,
meðan höfum við nokkurn þrótt.
Síðan brjótum beinin,
berjum þeim við steininn.
Svo við dans og drykkju
dugum við fram á rauðanótt.
Vöknum seint og sjáum
sól á himni bláum.
Ef að líkum lætur
leggjum við upp í ferðalag.
Föngum ferðalanga,
fyllum maga svanga,
leggjumst sæl og síðan
sofum við fram á næsta dag.
Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
Other Album Tracks
© 2025 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.