Fátt Er Svo Með Öllu Illt

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
Það má finna út úr öllu ánægjuvott
Þótt alla detta langi í lífsins lukkupott
Er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott

Þótt ástarsorgin oft fari illa með menn
Þeir ættu að vita að varla er öll von úti enn
Þeim bjóðast milljón meyjar og þær margar flott
Og sama að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
Það má finna út úr öllu ánægjuvott
Þótt alla detta langi í lífsins lukkupott
Er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott

Ja, ekki þótti Adam gamla eplið sem best
Af syndum karlsins súpum við seyðið víst flest
En eplið lauk upp augum hans, hve Eva var flott
Og fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
Það má finna út úr öllu ánægjuvott
Þótt alla detta langi í lífsins lukkupott
Er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott

Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
Það má finna út úr öllu ánægjuvott
Þótt alla detta langi í lífsins lukkupott
Er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott
Er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link