Vegbúinn

Færð aldrei'að gleyma
Ferð þú á stjá
Átt hvergi heima
Nema veginum á

Angur í hjarta
Dirfskunnar móð
Ferð þína eigin,
Ótroðnu slóð.

Vegbúi, sestu mér hjá
Segðu mér sögur
Já, segðu mér frá
Áttir von
Nú er vonin farin á brott
Flogin í veg

Eitt er að dreyma
Annað að þrá
Vaknar að morgni
Veginum á

Vegbúi, sestu mér hjá
Segðu mér sögur
Já, segðu mér frá
Þú áttir von
Nú er vonin farin á brott
Flogin í veg
Vegbúi, sestu mér hjá
Segðu mér sögur
Já, segðu mér frá
Þú áttir von
Nú er vonin farin á brott
Flogin í veg



Credits
Writer(s): Kristjan Kristjansson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link