Geim

"Hæ aftur, manstu ekki eftir mér?"
Fékk halastjarnan sagt við Júpíter
"Býðuru mér heim?
Mér sýnist við jú vera
Bæði geim"

"Nú renna á mig - kærust, trúðu mér -
Grímur tvær" mælti þá Júpíter
"Burtséð þó frá þeim
Er ég vissulega
Geim"

Og á sama ári, manstu það?
Sér annar fundur átti líka stað
Hjá jarðarbúum tveim
Sem settust niður, hlið við hlið
Og horfðu út í kosmósið
Sem kímdi móti þeim

"Bíðuru mér heim?
Mér sýnist við jú vera
Geim"



Credits
Writer(s): Magnus Tryggvason Eliassen, Magnus Trygvason Eliassen, Andri Olafsson, Daniel Fridrik Bodvarsson, Steingrimur Karl Teague
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link