Ég er til

Að vera í sambandi, meira hellfestið
Alltaf þessi tilfinning þetta gæti verið upphafið
Af því að vera til, því þú fannst mig og ég fann þig
Sem birtist eins og tvöfaldur regnbogi á heiðskírum himni
Sem þú sérð aðeins einu sinni á lífsleiðinni
Meira endalausa bullið í manni
Best að horfa í kringum sig, nota skynfærin
Og skynja billjónastabrotabrot af þeim heimi
Sem ég fæddist í og skil ekki en heillar mig og þú ert heillandi

Ég er að seigja ég er til, ég er til, ég er til, ég er til í þig
Ég er til, ég er til í þig þó ég skilji það ekki

Við kynntumst bara einhverntíman um daginn
En höfum bókað hist svo oft hann er svo lítill bærinn
Þú varst fyrri til svona eins og manni er lagið
Ég hefði aldrei nokkurntíma gert mér slíkar vonir
Og við vöðum bæði beint út í óvissuna
Þú gefur reglurnar sem er eintómt blað
Ég reyni að skilja það
Og þú vilt bara að ég skrifi eitthvað
Sem svo endar á að vera eitthvað allt allt annað

Ég er til, ég er til, ég er til, ég er til í þig
Ég er að seigja það ég er til í þig þó þú skynjir það ekki

Ég gæti verið ég þú gæti verið þú og við værum óstöðvandi
Og ekkert sem við gerum myndi koma þér í hnút og uppstoppa mig
Og þegar við kíkjum út í göngutúr skiptir tilgangurinn engu máli
Og ekki heldur labbhraði eða hvað fólk haldi um þig
Þú vilt minni pipar, ég vill minna salt já og það er allt í lagi
Ég vil heyra þögnina og þú vilt hlusta allt en þannig er lífið
Ég myndi fíla mig, þú myndir fíla þig og saman myndum við fíla lífið

Ég er til, ég er til, ég er til, ég er til í þig
Ég er til, ég er til í þig þó ég skilji þig ekki
Ég er til, ég er til, ég er til, ég er til, ég er til í þig
Ég er að seigja það ég er til í þig þó þú skynjir það ekki
Ég er til, ég er til, ég er til, ég er til, ég er til í þig
Ó beibí ég er til í þig, ég er til í þetta sjitt
Ó ég er til



Credits
Writer(s): ísak
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link