OJJ

Korrikorriró, jó, það er kyrrð, ég er mjó
Og má þess vegna fara í mínípils og hælaskó
Pilsner og vítamínpillur í pallíetukjól
Can á fóninn, kann hann ljónin að svæfa undir blárri sól, ó

En svo ég geri langa sögu stutta, sumir vaka en ég sef
Dreymi, dreymi, ég er ein í stórum heimi og ég fer
Að fara, fara, fara, fara, gengur að mér og ég kveð
Er það? Ert það þú eða er það ég?
Stundum þá líður mér svo tómri að orðin flækjast fyrir mér
Þau fara fram og aftur, fyrir, yfir, undir, upp og niður
Skilur einhver en samt virðist allt svo skítt eitthvað hjá þér, yeah

Myndirðu
Myndirðu gera það ef þú bara mættir, þá
Myndirðu synda burt og aldrei koma aftur, farið á stundinni
Og á sundinu gætir þú stífnað og sokkið
Myndirðu

Ég er svo ein
Ég er svo tilgerðaleg og sjálfsmeðvituð að ég dey
Sýni mig, þá sér mig enginn, ég fel mig, þá verð ég full
Mig klæjar undir allri ábyrgð en get ekkert orða bundist, ojj

Og svo hvað
Plánetur hreyfast í hringi og ég kyngi alltaf
Ég hringi oft og enginn svarar nema suma betri daga
Segi ég "Halló, pabbi, halló, mamma, plís ekki fara, aaa"

Ég er á uppleið og mér leiðist



Credits
Writer(s): Salka Valsdottir, Edvard Oliversson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link