Almáttugur

Út á ystu nöf
Í algleymi við eigin gröf
Stíg dauðadans
Dáðadrengs, eljumanns

Oft eygði vá
En allt þitt auga sá
Í sýn mátti sjá er þína hönd, Teygðir niður niðamyrkur
Sálarfriður

Með himnana opna
Ég sé handaskil
Hið gamla varð að engu
Sjá nýtt orðið til
Og aldrei í lífi mínu
Hér gleymt ég get
Að þú ert almáttugur

Fátt jafnast á
Við þína ást og undranáð
Ég man möl og ryð
Sem tærðu mig
Nú skal halda í klettinn alda
Einskis gjalda



Credits
Writer(s): Pétur Erlendsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link