Jólapabbi

Börnin leika lausum hala
Krakkar komnir í svefngalsa
Grýla vökvar mandarínur
Jólakisi í magapínu
Í tilefni jóla
Á ferðinni her tónaflóna
Brjóstlýst jólaflæði margra öla
Í ölnahöfða

Skánar lítið við að stöðva
Seint er rassinn strokinn
Úr buxunum
Leið til heljar
Hellulögð góðum hugsunum

Fennt yfir rétta leið
Fann möndlu í minni skeið
Fyrir minna en viku síðan
Þetta er örskotsstund að líða
Svo njóttu á meðan skylda
Er að láta sér lynda
Þó móti sé fallinn
Hent í kaf og sagt að synda

Jólapabbi segir bíddu
Þetta byrjar ekki alveg strax
Jólapabbi segir hlýddu
Komdu strákur vertu til gagns
Jólapabbi segir stans
Þarft að finna slaufuna hans
Jólapabbi stígur dans
Með börnum sínum dansar

Ef þér er annt efnið um
Hentu upp
Skrauti, tré og seríum
Aldrei nóg af innstungum
Hugur gildir gárungum
Sælla að gefa hákörlum
Stútfullt lið í pakkaleik
Einmenningur einn á reiki
Ef þér er annt efnið um
Hentu upp
Skrauti, tré og seríum
Aldrei nóg af innstungum

Fennt yfir rétta leið
Fann möndlu í minni skeið
Fyrir minna en viku síðan
Þetta er örskotsstund að líða
Svo njóttu á meðan skylda
Er að láta sér lynda
Þó móti sé fallinn
Hent í kaf og sagt að synda

Jólapabbi segir bíddu
Þetta byrjar ekki alveg strax
Jólapabbi segir hlýddu
Komdu strákur vertu til gagns
Jólapabbi segir stans
Þarft að finna slaufuna hans
Jólapabbi stígur dans
Með börnum sínum dansar vals



Credits
Writer(s): Kjartan Sveinsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link