Elta þig

Við vorum eitt sinn eitt
Nú erum við ekkert
Það þarf ekki að dvelja við það meir
En það er eitthvað sem
Dregur þig til baka
Vildi að þú myndir bara hætta' að hringja

Þú sérð mig alltaf
Hvert sem að þú lítur
En þú verður að reyna
Þetta er búið nú
Og verður aldrei aftur
Reyndu' að hætta' að hugsa' um það

En þú gleymir mér
Ekki svo glatt
Veistu það að mér er alveg sama
Ég vil að þú
Látir mig vera
Því minningar um mig
Þær elta þig

Það er ekki gott
Fyrir neinn að dvelja
Endalaust bara í fortíðinni
Og það er ekki hægt
Að spóla til baka
Ekki einu sinni reyna

Kannski að það sé sárt
Að sjá mig klifra ofar
Ég fer ekki í felur
Vandamálin þín
Ég hef ekki tíma
Hvert augnablik telur

En þú gleymir mér
Ekki svo glatt
Veistu það að mér er alveg sama
Ég vil að þú
Látir mig vera
Því minningar um mig
Þær elta þig

Þær elta
Þær elta
Þær elta

En þú gleymir mér
Ekki svo glatt
Því minningar um mig
Þær elta þig

En þú gleymir mér
Ekki svo glatt
Veistu það að mér er alveg sama
Ég vil að þú
Látir mig vera
Því minningar um mig
Þær elta þig

En þú gleymir mér
Ekki svo glatt
Veistu það að mér er alveg sama
Ég vil að þú
Látir mig vera
Því minningar um mig
Þær elta þig



Credits
Writer(s): Dadi Freyr Petursson, Zoe-ruth Erwin, Elisabet Ormslev, Arnthor Oerlygsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link