Með vindinum kemur kvíðinn
Fyrir vestan er veturinn stríður
vokir yfir byggð og tíminn líður.
Með sólvana daga, dapurlegan róm
dreymir ekki alla himnanna blóm.
Vegirnir lokast, veturinn hamast
vörnin er engin, þorpið lamast.
Menn horfa upp í hlíðina, sjá ekki neitt
himinn og jörð renna saman í eitt.
Dag eftir dag snjónum kyngdi niður
dúnmjúk mjöll, þessi hvíti friður.
Í rökkrinu þorpið sýndist svo smátt
svo fór hann að hvessa úr annarri átt.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr
æddi síðan inn um glugga og dyr.
Hreif burt vonir, reif upp rætur
einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér - menn spá og spyrja
spurningar flæða hvar á að byrja.
Fólkið á þig kallar Kristur
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir.
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
vokir yfir byggð og tíminn líður.
Með sólvana daga, dapurlegan róm
dreymir ekki alla himnanna blóm.
Vegirnir lokast, veturinn hamast
vörnin er engin, þorpið lamast.
Menn horfa upp í hlíðina, sjá ekki neitt
himinn og jörð renna saman í eitt.
Dag eftir dag snjónum kyngdi niður
dúnmjúk mjöll, þessi hvíti friður.
Í rökkrinu þorpið sýndist svo smátt
svo fór hann að hvessa úr annarri átt.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr
æddi síðan inn um glugga og dyr.
Hreif burt vonir, reif upp rætur
einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér - menn spá og spyrja
spurningar flæða hvar á að byrja.
Fólkið á þig kallar Kristur
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir.
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Credits
Writer(s): Bubbi Morthens
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.