Januar - Acoustic Version
Myrkrið gleypir allt
En undir snjó með rammri kaldri ró
Rumskar Janúar
Rymur hljótt og gyrðir sig í brók
Ýfða yglir brá
Augun pírð í átt að kaldri sól
"Þessi fjandi dugar skammt
Hún liggur flöt en skal á loft"
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Sólin rís með hægð
En bak við tjöldin böðlast janúar
Eins og rótari
Eða ruslakall á mánudagsmorgni
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Og eftir allt sem hann gaf
Janúar skríður aftur undir feld
Þar til skyldan kallar enn á ný
Eins og snævi þakinn Batman
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Ég sé þig Janúar, ég man þig Janúar
Sólin rís með hægð, í Janúar
Myrkrið gleypir allt, í Janúar
Eins og snævi þakinn Batman
En undir snjó með rammri kaldri ró
Rumskar Janúar
Rymur hljótt og gyrðir sig í brók
Ýfða yglir brá
Augun pírð í átt að kaldri sól
"Þessi fjandi dugar skammt
Hún liggur flöt en skal á loft"
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Sólin rís með hægð
En bak við tjöldin böðlast janúar
Eins og rótari
Eða ruslakall á mánudagsmorgni
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Og eftir allt sem hann gaf
Janúar skríður aftur undir feld
Þar til skyldan kallar enn á ný
Eins og snævi þakinn Batman
Ó Janúar, sem enginn ann
Hve dýrðlegt er þitt vanþakkláta starf?
Ég sé þig Janúar, ég man þig Janúar
Sólin rís með hægð, í Janúar
Myrkrið gleypir allt, í Janúar
Eins og snævi þakinn Batman
Credits
Writer(s): Svavar Kristinsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.