Saltkjöt

Ég gleymi því seint þegar ég sá þig fyrst
Þú grillaðir saltkjöt
Þú grillaðir saltkjöt
Grillaðir saltkjöt með Svenný
Þú grillaðir saltkjöt með Kenný

Þú varst með hnausþykka barta
Og vel snyrtan enikuhjálm
Flaulesibuxum og brúnni flíspeysu
Frá verkfræðistofu í Mjódd
En það stöðvaði þig ekki
Þú grillaðir þrátt fyrir það
Hár þitt var skraufþurrt og líflaust
Það blakti í léttum andvaranum
Lafði spegilslétt niður vangann
Þú varst með kjöt á skálmunum
en það stöðvaði þig ekki
Þú grillaðir þrátt fyrir það

Þú sagðir mér í trúnaði
Að hvuttaslím væri þér kært
Og ökklar þínir í Chicagó
Ég skildi ekki hvað þú áttir við
Og rétti þér meira oreganó

Þú talaðir mikið um tugþraut
Ilmaðir eins og spjótkastari
Þú ræddir einnig við mig um Jeff Goldblum
Taldir hann einn fremsta leikara samtímans
En það stöðvaði þig ekki
Þú grillaðir þrátt fyrir það

Móðir þín sat inni bifreið
Hún var með ljósbrúnan kúrekahatt
Þú sagðir mér að hún væri Rene Rousso
En það var klárlega alls ekki satt
En það stöðvaði þig ekki
Þú grillaðir þrátt fyrir það

þú grillaðir saltkjöt
Þú grillaðir saltkjöt með Grétari



Credits
Writer(s): Arni Thor Arnason, Olafur Josephsson, Sveinn Haukur Magnússon
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link