12 Hvítir hestar
Sumar yfir nóttina sína lagði rós
Vökubláir skuggar milli fjalla
Og úti var þetta undarlega ljós
Og mér heyrðist eins og einhver væri að kalla
Í mér var geygur er gekk ég út á hlað
Ég sá fákana framhjá mér þjóta
12 hvítir hestar fóru Hvítár forna vað
Sá þá fornesku augum á mig gjóta
Sturlungar riðu þeysireið á þingið
Fremstur var hestur með hringvafið fax
Ég sá þetta skýrt hestana og lyngið
Allir báru reiðmenn við mjöðmina sax.
Það blikað' á hjálma feigðin í lofti lá,
Leiðin á ská móti straumi
Inn í löngu gengin tíma galdurinn ég sá,
12 hvíta hesta, hlýða taumi
Fölhvítir gumar fóru geyst þessa nótt
Frá stóðinu reis moldar mökkur
Hælar börðu síður bæði títt og ótt
Ekki dagsljós og heldur ekki rökkur
Sturlungar á þeysireið á þingið
Fremstur var hestur með hringvafið fax
Ég sá þetta skýrt ána og lyngið
Og allir báru reiðmenn við mjöðmina sax.
Það dundi í dalnum er hestar hlupu skeið
Hófar muldu grjót inn að kviku
Ég trúi engin maður hafi áður slíkan reið
Augum litið er þeir frá mér viku
Ég sá lensur við himininn bera svo hátt
Og skildina bundna við bökin
Ég sá þetta skýrt þessa Jónsmessu nátt
Sagan hvíslaði þeirra var sökin
Sturlungar á leið á Lögberg sækja þing
Ég gat ekki hreyft mig úr stað
12 hvítir hestar fóru yfir kjarr og lyng
Yfir Hvítá riðu hið forna vað.
Vökubláir skuggar milli fjalla
Og úti var þetta undarlega ljós
Og mér heyrðist eins og einhver væri að kalla
Í mér var geygur er gekk ég út á hlað
Ég sá fákana framhjá mér þjóta
12 hvítir hestar fóru Hvítár forna vað
Sá þá fornesku augum á mig gjóta
Sturlungar riðu þeysireið á þingið
Fremstur var hestur með hringvafið fax
Ég sá þetta skýrt hestana og lyngið
Allir báru reiðmenn við mjöðmina sax.
Það blikað' á hjálma feigðin í lofti lá,
Leiðin á ská móti straumi
Inn í löngu gengin tíma galdurinn ég sá,
12 hvíta hesta, hlýða taumi
Fölhvítir gumar fóru geyst þessa nótt
Frá stóðinu reis moldar mökkur
Hælar börðu síður bæði títt og ótt
Ekki dagsljós og heldur ekki rökkur
Sturlungar á þeysireið á þingið
Fremstur var hestur með hringvafið fax
Ég sá þetta skýrt ána og lyngið
Og allir báru reiðmenn við mjöðmina sax.
Það dundi í dalnum er hestar hlupu skeið
Hófar muldu grjót inn að kviku
Ég trúi engin maður hafi áður slíkan reið
Augum litið er þeir frá mér viku
Ég sá lensur við himininn bera svo hátt
Og skildina bundna við bökin
Ég sá þetta skýrt þessa Jónsmessu nátt
Sagan hvíslaði þeirra var sökin
Sturlungar á leið á Lögberg sækja þing
Ég gat ekki hreyft mig úr stað
12 hvítir hestar fóru yfir kjarr og lyng
Yfir Hvítá riðu hið forna vað.
Credits
Writer(s): Bubbi Morthens
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.