Hillingar

Sólarinnar sætta lilja
Seður hungur augna minna
Allt það sem hægt er að vilja
Finnst innan krúnublaða þinna

Þó ég reyni mér að þilja
Lista alls sem ég þarf að sinna
Gleymist þinn hvarm að væta dögg
Millum stríð'og þagna stunda
Fölnar stjarnan þín svo snöggt

Veistu þá ég var bara að blunda
Engu þínu með vilja gleymdi
Ég horfði bara á þig
Mig dreymdi



Credits
Writer(s): Jóhanna Malen Skúladóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link