Sáluvin

Er ég væntingar fæ
veit ég að vonbrigði
færast mér nær.
Vertu mér kær

því minn sárindasær
ströndinni flæðir að
er ég fikra mig fjær
nýsjálenskri mær

sem óveðrið skilur
og þögninni gefur
ástríkt líf.

Eftir örmagna leit
svölun ég loksins fann
nánd hennar í.
En hún leyndi mér því

að hennar hlýjustu orð
spruttu' ekki úr hjartastað
en örvæntingu.
Nú vill hún fá frið

frá söknuði mínum
og voninni blíðu
um sáluvin.



Credits
Writer(s): Arnaldur Ingi Jonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link