Birtunnar Brú

Þú ert aleinn þarna úti og yfir þér er nóttin blá
Og hjartað geymir heita þrá
Hugans eftirsjá og það sem þú vilt fá

Þú ert blindaður af báli í baráttu við sjálfan þig
Ástin logar enn á ný, ekki gleyma þvií
Í birtunni ég bý

Þú mætir til mín meðan frostnóttin skín
Þar er fegurðin þín
Í draumaheimi nú dönsum ég og þú
Yfir birtunnar brú birtast ljósin og þú

Ég sé eld í augum þínum
Undarlega kyrrð og ró
Þegar finn ég faðminn þinn
Fæ ég aldrei nóg

Þú mætir til mín meðan frostnóttin skín, þar er fegurðin þín
Í draumaheimi nú dönsum ég og þú
Yfir birtunnar brú birtast ljósin og þú

Ljósin stíga dans í draumi kærleikans
Mætir til mín
Yfir birtunnar brú
Birtast ljósin og þú

Þú mætir til mín yfir birtunnar brú birtast ljósin og pú
Þú mætir til mín meðan frostnóttin skín, þar er fegurðin þín



Credits
Writer(s): Hreinsson Kristjan, Thorir Ulfarsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link