Styttist í það

Styttist í það - að við setjum upp skrautið
skellum upp greni
það styttist í það - að við lýsum upp garðinn
greiðum úr seríum
styttist í það - að við kveikjum á kertum
kósum upp pleisið
það styttist í það - styttist í það

Styttist í það - að við drögum fram dressið
djöfullinn sjálfur
ég pass'ekk'í það - og hver á að velja
vínið með steikinni?
Sérð þú um það? - Er einhver að græja
aðventudesertinn
styttist í það - styttist í það

Styttist í það - að síðasta sortin
sé send inn í ofninn
það styttist í það - að við reynum að redda
restinni af gjöfunum
styttist í það - að við skrúbbum burt skítinn
og skríðum í bælið
það styttist í það - styttist í það

Sjáðu hvað stjörnurnar loga á himninum
lýsa upp byggðir og ból
Bjóða okkur öllum svo góð og gleðileg jól
í sérhverju húsi og huga í borginni
hamingjan finnur sér stað
í hjarta mér veit ég það eitt - nú styttist í það

Styttist í það - að við förum á taugum
tökum fram sérrí
sem minnir á það - hver tekur tengdó?
Talaði systir þín
við þig um það? - Því ég veit ekki hvort
ég næ yfir höfuð
að díla við það - ég er að segja þér það

Styttist í það - að við setjumst að borðum
biðin á enda
þá styttist í það - að við ráðumst á kræsingar
röðum þeim í okkur
styttist í það - að við tökum upp pakkana
og tætum þá sundur
það styttist í það - styttist í það

Sjáðu hvað stjörnurnar loga á himninum
lýsa upp byggðir og ból
Bjóða okkur öllum svo góð og gleðileg jól
í sérhverju húsi og huga í borginni
hamingjan finnur sér stað
í hjarta mér veit ég það eitt - nú styttist í það

Sjáðu hvað stjörnurnar loga á himninum
lýsa upp byggðir og ból
Bjóða okkur öllum svo góð og gleðileg jól
í sérhverju húsi og huga í borginni
hamingjan finnur sér stað
í hjarta mér veit ég...



Credits
Writer(s): Dario Farina, Cristiano Minellono, Gino De Stefani, Bragi Valdimar Skulason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link