Þegar ég verð 36

Þú vilt ekki hittast lengur
Þetta er víst ekki "it".
Ég get ekki skilið
hvernig aldursbilið
truflar lífið þitt.

"Við erum ekki á sama stigi"
- segir þú við mig
Með stillt á pásu í FiFa,
átt eftir að þrífa
hér og þig.

En þegar ég verð 36
(Verð ég ekki enn að leigja)
Veit ég að
ég verð á betri stað
en þú

Því að ég þroskast ört og vex
(hraðar en þú gerir)
Þarf bara að
minna mig á það

Ég fatt'ekk alla 90's reffa
eða öll Simpsons quote
En ég kann skapið mitt að hemja,
tilfinningar temja
og ég höndla mannamót

Gat ekki svarað 'Boris Yeltsin'
í Trivial Pursuit.
Spurningu einfaldri
en á mínum aldri
varstu ekki fluttur út

En þegar ég verð 36
verð ég á betri stað
því að ég þroskast ört og vex.
Þarf bara að minna mig á það!

Því þegar ég verð 36
(Verð ég ekki enn að leigja)
Veit ég að
ég verð á betri stað
en þú

Því að ég þroskast ört og vex
(hraðar en þú gerir)
Þarf bara að
minna mig á það



Credits
Writer(s): Flott, Ragnhildur Veigarsdottir, Vigdís Hafliðadóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link