Steinar (feat. Mikael Máni Ásmundsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Henrik Linder & Magnus Trygvason Eliassen)

Ég á steina
Þeir liggja á víð og dreif
Þar á ég heima
Og hvíli stein við stein

Í myrkrinu
Hrúgast þeir upp í heilt fjall
Að ljósinu
Klíf ég stein fyrir stein

Við berum hvert annað
Burt úr myrkrinu
Við berum hvert annað

Guðlaun fyrir
Fjallið undir fótum mér
Fagurt hlaðið
Gersemum, stein oná stein

Án þeirra
Ekki annað en skugginn
Af sjálfri mér
Einsamall steinn án steins

Við berum hvert annað
Burt úr myrkrinu
Við berum hvert annað



Credits
Writer(s): Mikael Mani Asmundsson, Kristin Birgitta Agustsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link