Það er heim

Horfi inn í fjallasalinn fagra
faldar minningar.
Sól í heiði skellir skugga
í skurðbakka og lægð.

Horfi heim að bæ,
heyri liðnar stundir,
að baki fjallið fagurt rís.
Frá brekku í hamarshæð
er mitt heim
og allt að öldugjálfursheimi
verður alltaf heim.

Renni fingri um stráum þaktan garð
einn fugl á flugi þar hjá
og annar situr hjá.
Sveima um og svei mér þá,
það er heim.

Sé allt svo skýrt,
börn að leik,
forfeður fallna bregða á leik.
Það verður alltaf heim.

Horfi heim að bæ,
heyri liðnar stundir,
að baki fjallið fagurt rís...



Credits
Writer(s): Hilmar Vilberg Gylfason, Linda B. Gudmundsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link