Er þetta allt og sumt?

Er þetta allt eða ekkert?
Hvað ef ég sakna þín smá?
Rúmið tvíbreitt
Ég leita og leita og leita
En finn ekki neitt

Er þetta allt og sumt?
Er þetta búið?
Er þetta allt og sumt?
Ég trúi því varla
En tómleikinn er
Að toga á mig gat
Það tekur því varla að spá
Hvort þetta hefði gengið
Æj veistu

En er þetta allt eða ekkert?
Hvað ef ég sakna þín smá?
Rúmið tvíbreitt
Ég leitaði og leitaði og leitaði
En fann ekki neitt
Hvað er það sem
Þú ert að spá?
Já, hvað er það sem
Að þú vilt þrá?
Að gefa þig ástinni
Á fullkomið vald?
Eða halda í sjálfstæðið
Án alls afturhalds?

Þú getur sagt mér allt
Því ég er enn að leita að sálufélaga
En ég er meira í því
Að fara á eitt deit
Og svo gráta í hálftíma
Í gegnum súrt og sætt
Því ég hef bíómynda rómans væntingar
Í gegnum súrt og sætt
Við hefðum aldrei höndlað það
En er þetta allt eða ekkert?
Hvað ef ég sakna þín smá?
Rúmið tvíbreitt
Ég leitaði og leitaði og leitaði
Og leitaði
Og leitaði
Og leitaði
Og leitaði
En fann ekki neitt



Credits
Writer(s): K.óla
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link