Stjörnur

Hvert sem ég fer vakir þú yfir mér
Leiðarljósið sem vísar mér veginn
Framtíðin er skrifuð í skýin með þér
Saman göngum við glaðleg æviveginn

Þú ert stoð mín og stytta
Þú ert berg, festan í lífsins ólgusjó
Á þig ég treysti alla tíð
Þú ert bjarg mitt og vígi
Þú ert vörn, athvarf og ráð á langri leið
Með þér er gatan ávallt greið

Hvar sem þú ert vaki ég yfir þér
Leiðarstjarnan sem lýsir þínar brautir
Framtíðin er gæfa og gengi með mér
Ég er bjargráð sem léttir lífsins þrautir

Ég er stoð þín og stytta, ég er berg
Festan í lífsins ólgusjó
Á mig þú treystir alla tíð
Ég er bjarg þitt og vígi, ég er vörn
Athvarf og ráð á langri leið
Með mér er gatan ávallt greið

Fögur ásýnd þín
Augun ljóma svo skært
Hlýja þín svo blíð
Lífið svo kært því

Hvar sem þú dvelur, ég er þitt athvarf
Og ráð á langri leið
Með mér er gatan ávallt greið
Líttu upp, horfðu til himins
Sjáðu þar, glitrandi stjörnu skína skært
Ég er þín bjarta leiðarstjarna

Hvar sem þú dvelur, ég er þitt athvarf
Og ráð á langri leið
Ég er þín bjarta leiðarstjarna
Ég er þín bjarta leiðarstjarna



Credits
Writer(s): Svavar Hafthor Vidarsson, Ragnar Z Gudjonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link