Fyrir Þig

Því þú myndir aldrei skilja
Hvað ég er að segja eða vilja
(Ég veit það varla sjálf)
En ég veit við höfum ekki talað
Í langan tíma við hvort annað

Og ég veit, lífið er svo flókið
En ég, vil bara að þú vitir
Að ég er hér fyrir þig
Allt fyrir þig

Og ég skil að eftir allt sem gerðist
Að staðan sé ekki sú sama
(Ég vildi að hún væri það)
En ég vil ekki að þú farir
Frá mér og þrátt fyrir allt...

Er ég hér fyrir þig
Allt fyrir þig
En hví ýtir þú mér frá þér?
Það eina sem ég vil er...

Að þú munir eftir okkar stundum
Og þótt þær séu á enda
Þá er ég alltaf hér



Credits
Writer(s): Sigríður Borgarsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link