Saga frá Maine

Í afskekktri sveit þar sem tíminn ei líður;
á fögrum akri hún býr norður í Maine
Þar sem öldur vindsins um landslagið græna líða;
í sólblómabreiðum hún hvílist á sinni leið

Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún heldur áfram
Hún biður ekki um hjálp

Á býlinu býr með bróður sínum;
viðheldur tengslum sínum við náttúruna
Umkringd dýrunum sínum hún einskis saknar;
innblástur finnur við lækinn í lítilli lægð

Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún reynir aftur
Hún biður ekki um hjálp

Nútíma tækni ei notar á ferðum sínum
Hún fæturna dregur; af handafli fer sína leið
Athygli gestsins vakti; sem skapaði verkið
Hún lítur til baka og ánægju finnur í því

Hún biður ekki um hjálp
Hún biður ekki um hjálp
Hún kemur aftur
Hún biður ekki um hjálp



Credits
Writer(s): Einar Teitur
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link